■ Pörun og tenging bílbúnaðarins
Áður en bílbúnaðurinn er notaður verður að para hann og tengja við
samhæfan farsíma sem styður þráðlausa Bluetooth-tækni.
Hægt er að para bílbúnaðinn við allt að átta tæki og tengja hann við
tvö tæki sem styðja HFP Bluetooth snið í einu.
Til að para og tengja bílbúnaðinn við samhæft tæki:
1. Ef bílbúnaðurinn hefur ekki verið paraður við tækið áður skaltu
kveikja á bílbúnaðinum og tækinu. Bílbúnaðurinn fer
í pörunarstillingu.
Ef þú hefur áður parað við tæki velurðu
Menu
(Valmynd) >
Settings
(Stillingar) >
Connection
(Tenging) >
Connection manager
(Tengistjórnun) >
Pair new device
(Para nýtt tæki) í biðstöðu til
að para við annað tæki.
2. Komdu á Bluetooth-tengingu í tækinu inna 3 mínútna og láttu
það leita að Bluetooth-tækjum. Nánari leiðbeiningar er að finna
í notendahandbók tækisins.
3. Veldu bílbúnaðinn (Nokia CK-200) af listanum yfir tæki sem fundust.
4. Sláðu inn Bluetooth-lykilorðið 0000 til að para og tengja símann
við bílbúnaðinn.
Í sumum tækjum gæti þurft að koma tengingunni á að pörun lokinni.
Ef pörun tekst birtist bílbúnaðurinn í lista yfir pöruð Bluetooth-tæki
í símanum og parað tæki birtist í valmyndinni Tengingarstjórnun
í bílbúnaðinum.
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
17
Þegar bílbúnaðurinn er tengdur við símann og tilbúinn til notkunar
birtist Bluetooth-heiti tækisins.