
Skjávísar
Símtal er í gangi.
Símtal er í bið.
Verið er að hringja í símann.
Verið er að hringja úr símanum.
Ósvöruð símtöl eru í tækinu sem birtist fyrir ofan vísinn.
Símtalið er flutt yfir í tengdan farsíma.
Þegar fjöltenging er virkjuð er hægt að tengja bílbúnaðinn
við tvö tæki.
Þú hefur fengið ný textaskilaboð í tækið sem birtist fyrir
ofan vísinn.
Þú hefur slökkt á hljóði hátalaranna sem eru tengdir við
bílbúnaðinn.
Slökkt er á hljóðnema bílbúnaðarins.
Verið er að afrita tengiliði úr tengdu tæki í bílbúnaðinn.
Aðeins þeir tónar sem tengjast símtölum í tengda tækinu eru
spilaðir um hátalara bílbúnaðarins.
Ef lítil hleðsla er á rafhlöðu tengda tækisins birtist
Battery low
(lítil
hleðsla á rafhlöðu) í stutta stund.
Ef lítil hleðsla er á rafhlöðu fjarstýringarinnar birtist
Remote control
battery low
(lítil hleðsla á rafhlöðu fjarstýringar).