Upplýsingar sem birtast í biðstöðu
Þegar kveikt er á bílbúnaðinum
fer hann í biðstöðu. Í biðstöðu
birtast eftirfarandi upplýsingar
þegar bílbúnaðurinn er tengdur
við samhæft tæki:
1. Sendistyrkur
farsímakerfisins á hverjum tíma, ef þær upplýsingar eru í boði
í farsímanum; því hærri sem vísirinn er þeim mun sterkari
er sendistyrkurinn
2. Heiti þjónustuveitunnar, ef tengda tækið veitir slíkar upplýsingar
3. Hleðslustaða rafhlöðu tækisins, ef tækið gefur upp slíkar
upplýsingar; því hærri sem vísirinn er þeim mun meiri hleðsla er eftir.
Ef bílbúnaðurinn er tengdur við tvö tæki birtist hleðslustaða rafhlöðu
aðaltækisins.
4. Bluetooth-heiti tengda tækisins. Ef bílbúnaðurinn er tengdur við tvö
tæki birtist aðaltækið fyrir ofan tæki númer tvö.
5. Aðgerðin
Menu
(Valmynd) opnar lista yfir valmyndaraðgerðir. Ýttu
á hjólið til að opna listann.
Til að slá símanúmer inn handvirkt eða nota hraðval snýrðu hjólinu
til vinstri.
Til að leita að tengilið í tengiliðalista bílbúnaðarins snýrðu hjólinu
til hægri.
Til að skoða síðustu númer sem var hringt í ýtirðu á hringitakkann.
Sjá einnig „Síðustu símtöl“, á bls. 22.
1
2
3
4
5
T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n
13