Nokia Car Kit CK 200 - Hringja símtal

background image

Hringja símtal

Aðeins er hægt að nota fjarstýringuna til að hringja með aðaltækinu.
Til að hringja í tæki númer tvö skal velja það sem aðaltæki eða hringja
úr tækinu sjálfu.

Í stað þess að nota fjarstýringu er einnig hægt að hringja úr tengda
tækinu. Notaðu tækið eins og venjulega til að hringja.

Til að ljúka símtali (eða hætta við að hringja) ýtirðu á hætta-takkann.
Ef rafhlaða fjarstýringarinnar er tóm skaltu ýta á rofann.

Hringt í símanúmer

Fjarstýringin er notuð til að færa inn símanúmer með því að snúa hjólinu
til vinstri eða velja

Menu

(Valmynd) >

Number entry

(Númerafærsla)

í biðstöðu. Veldu

Call options

(Símtalsvalkostir) >

Number entry

(Númerafærsla) til að hringja í símanúmer á meðan símtal er í gangi.

Veldu einn tölustaf í einu. (Ýttu á hætta-takkann til að eyða staf sem
sleginn inn.) Þegar símanúmerið hefur verið slegið inn skaltu ýta
á hringitakkann eða velja

.

Hringt í tengilið

Hringt er í tengilið sem hefur verið afritaður í bílbúnaðinn með því að
snúa hjólinu til hægri í biðstöðu eða velja

Menu

(Valmynd) >

Contacts

(Tengiliðir). Tengiliðalisti er opnaður á meðan símtal er í gangi með
því að velja

Call options

(Símtalsvalkostir) >

Contacts

(Tengiliðir).

Veldu fyrsta staf tengiliðarins, flettu að honum og ýttu á hjólið eða
hringitakkann. Ef tengiliðurinn er með mörg símanúmerið skaltu fyrst
velja númer og ýta svo á hjólið eða hringitakkann.

background image

G r u n n n o t k u n

20

Hringt í númer sem nýlega var valið

Til að hringja aftur í síðasta númerið sem hringt var í (ef tækið styður
þennan möguleika með bílbúnaðinum) ýtirðu tvisvar á hringitakkann
þegar ekkert símtal er í gangi.

Hringt er í númer sem hefur nýlega verið hringt í með því að ýta
á hringitakkann, fletta að nafni eða símanúmeri og ýta á hjólið eða
hringitakkann.

Ef bílbúnaðurinn er tengdur við tvö tæki er hrint úr aðaltækinu.

Raddstýrð hringing

Raddstýrðar hringingar (ef tækið styður þennan eiginleika með
bílbúnaði) eru gerðar virkar með því að ýta á takka raddstýrðar
hringingar þegar engin símtöl eru í gangi. Segðu raddmerki tengiliðarins
skýrt og greinilega. Ef bílbúnaðurinn er tengdur við tvö tæki eru
raddstýrðar hringingar gerðar virkar í aðaltækinu.

Upplýsingar um raddstýrða hringingu er að finna í notendahandbók
tækisins.

Hraðval

Hraðval er fljótleg leið til að velja númer sem oft er hringt í.

Hraðval er notað með því að snúa hjólinu til vinstri í biðstöðu, fletta að
hraðvalsnúmerinu (1-9) og ýta á hringitakkann þegar úthlutað nafn eða
númer er sýnt.

Upplýsingar um hvernig símanúmer er tengt við hraðvalsnúmer eru
í „Almennar stillingar“, bls. 25.