
■ Vandræði með hljóð
Röddin mín bergmálar á hinum enda línunnar.
• Lækkaðu hljóðstyrk hátalara bílsins. Ef bílbúnaðurinn er tengdur við
hljóðkerfi bílsins skaltu minnka hljóðinntak ef mögulegt er.
• Gakktu úr skugga um að fjarlægðin á milli hljóðnemans og
hátalaranna sé með réttu móti.
• Gakktu úr skugga um að hljóðneminn vísi ekki í átt að hátalaranum.
Viðmælandi minn heyrir ekki í mér.
• Gakktu úr skugga um að tækið sé rétt tengt við bílbúnaðinn um
Bluetooth.
• Talaðu í átt að skjánum eða ytri hljóðnema sem er tengdur við
bílbúnaðinn. Best hljóð fæst þegar engir hlutir eru fyrir framan
hljóðnemann.
• Gakktu úr skugga um að þú hafir ekki slökkt óvart á hljóðnemanum.

Ú r r æ ð a l e i t
28
Hljóðgæðin eru léleg eða þá að ég heyri ekki hljóð.
• Ef bílbúnaðurinn er tengdur við bílútvarpið þarf hljóðstyrkurinn
að vera rétt stilltur.
• Ef bílbúnaðurinn er tengdur við hátalara þarf hljóðstyrkur
búnaðarins að vera rétt stilltur.
• Gakktu úr skugga um að þú hafir ekki óvart slökkt á hátalaranum.
• Gakktu úr skugga um að kveikt sé á útvarpi bílsins.
Útvarpið slekkur ekki á sér þegar ég svara símtali.
Biddu sérfræðinginn sem setti upp bílbúnaðinn að ganga úr skugga
um að snúran sem slekkur á hljóðinu sé rétt tengd. Snúran er ekki
í öllum bílum.