Nokia Car Kit CK 200 - Öryggisupplýsingar

background image

Öryggisupplýsingar

Fylgdu öllum öryggisleiðbeiningum þegar þú setur upp bílbúnaðinn.

• Aðeins viðurkenndir sérfræðingar ættu að setja upp eða þjónusta

bílbúnaðinn með upprunalegum Nokia-hlutum sem er að finna
í sölupakkningunni. Röng uppsetning eða viðgerð kann að valda
hættu og ógilda alla þá ábyrgð sem kann að vera á bílbúnaðinum.

Notendur skulu hafa það hugfast að bílbúnaðurinn samanstendur
af flóknum tæknibúnaði sem krefst uppsetningar fagmanns með
sérhæfðum verkfærum og sérfræðikunnáttu.

• Þær leiðbeiningar sem er að finna í þessar handbók eiga við um

uppsetningu bílbúnaðarins í bifreið. Þar sem gerðir og tegundir bíla
á markaði eru fjölmargar er ekki hægt að taka mið af tæknilegum
kröfum allra bíla í þessari handbók. Leita skal nánari upplýsinga hjá
framleiðendum bíla um tæknilegar kröfur við uppsetningu.

• Bílbúnaðurinn er hannaður til að tengjast beint í bíl sem er með 12 V

neikvæða jarðtengingu. Tenging við 24 V kerfi krefst þess að 24 V
í 12 V breytir sé notaður í VBatt-línunni. Hægt er að tengja
svisslínuna beint í 24 V kerfið.

Í bílbúnaðinum er innbyggð fyrir fyrir of mikla spennu en ef tengt
er með rangri skautun getur það skemmt eininguna.

• Hafa skal í huga að í nútíma bílum eru innbyggðar tölvur þar sem

lykilupplýsingar um bílinn eru geymdar. Rangar tengingar við
rafgeymi geta orsakað gagnatap og í kjölfarið mikla vinnu við
enduruppsetningu kerfisins. Ef eitthvað veldur vafa skal hafa
samband við söluaðila bifreiðarinnar áður en hafist er handa
við uppsetningu.

• Ekki má tengja hluti bílbúnaðarins við háspennulínur

kveikjukerfisins.

background image

U p p s e t n i n g

30

• Þegar hlutir bílbúnaðarins eru settir upp skal ganga úr skugga um að

enginn þeirra hafi áhrif á stýris- eða bremsubúnað bílsins eða önnur
kerfi hans (t.d. loftpúða). Tryggðu að bílbúnaðurinn og hlutar hans
séu ekki settir upp þannig að af þeim geti stafað hætta við slys
eða árekstur.

Ef nota á skjá farsímans þarf að hafa farsímann í sérstakri höldu og
tryggja að notandinn hafi óhindraða sýn á skjáinn.

• Þjónustuaðilinn eða söluaðilinn kann að geta veitt leiðbeiningar um

hvernig hægt sé að koma búnaðinum fyrir í bílnum án þess að bora.

• Ekki skal reykja meðan unnið er við bílinn. Tryggja skal að ekki sé

neitt það nálægt sem veldur eldhættu.

• Gæta skal þess að skemma ekki rafmagnssnúrur, eldsneytis- eða

hemlalagnir eða öryggisbúnað við ísetninguna.

• Útvarpsbylgjur kunna að hafa áhrif á rafeindakerfi í vélknúnum

ökutækjum, séu þau ekki rétt upp sett eða ekki nægilega varin,
svo sem rafeindastýrða eldsneytisgjöf, rafeindastýrð hemlakerfi
(með læsivörn), rafeindastýrð hraðakerfi og loftpúðakerfi. Verði vart
bilunar eða breytingar á virkni slíks kerfis skal hafa samband við
bifreiðaumboðið.

• Kaplarnir þurfa að liggja þannig að ekki sé hætta á að þeir slitni eða

verði fyrir hnjaski (t.d. ekki undir sætum eða á hvössum brúnum).