
Uppsetning með CA-153P rafmagnssnúru og
ytri hátalara
Í þessari uppsetningu er tengikassinn tengdur við bílútvarpið með
CA-153P rafmagnssnúru og ytri hátalari (fæst sér) er notaður
fyrir símtöl.
CK-200
CA-134

U p p s e t n i n g
40
1. Tengdu víra CA-153P rafmagnssnúrunnar við bílinn
á eftirfarandi hátt:
• Svarta vírinn við jörð í ökutækinu.
• Rauða vírinn við varanlegt 12 V. Alltaf skal tengja 2 A öryggi við
þessa línu, nálægt uppruna.
• Bláa vírinn við svisslínu eða ACC-línu (aukabúnaðarlínu). Alltaf
tengja 1 A öryggi sem fylgir með við þessa línu, nálægt uppruna.
2. Tengdu rafmagnssnúruna við viðeigandi tengi á tengikassanum.
3. Tengdu hátalarann (svo sem Nokia SP-3) við viðeigandi tengi
á tengikassanum.
4. Tengdu skjáinn við viðeigandi tengi á tengikassanum.
Valfrjáls atriði:
• Til að slökkva á bílútvarpinu þegar símtöl eru hringd eða móttekin
skaltu tengja gula vír CA-153P rafmagnssnúrunnar við bílútvarpið.
• Tengdu samhæfa hleðslusnúru (svo sem Nokia CA-134) við
tengikassann til að hlaða samhæfan farsíma með bílbúnaðinum.
• Til að nota ytri hljóðnema (svo sem Nokia MP-2) í stað þess
innbyggða skaltu tengja hljóðnemann við viðeigandi tengi
á tengikassanum og breyta stillingu hljóðnema
(sjá „Uppsetningarstillingar“, bls. 42). Einnig gæti þurft að nota
ytri hljóðnema í miklum hávaða.

U p p s e t n i n g
41