
Uppsetning með CA-160 ISO-snúru
Þegar bílbúnaðurinn er tengdur útvarpskerfi bílsins með CA-160
ISO-snúru er lækkað í útvarpinu þegar símtöl eru hringd eða móttekin.
CA-160
CK-200
CA-134

U p p s e t n i n g
38
1. Til að tengja ISO-snúruna við bílútvarpið:
• Aftengdu ISO-tengin tvö fyrir straum og hátalara úr bílútvarpinu.
• Tengdu kvenkynstengi ISO-snúrunnar við rafmagns- og
hátalaratengin í víraknippi bílsins.
• Athugaðu varanlegan +12 V straum (rauður vír) og svissstraum
(blár vír) á tengi tengikassans. Ef þess þarf skaltu víxla
stillingatengjunum „+12V rafhlaða“ og „Sviss“ á ISO-snúrunni.
Athugaðu rétta staðsetningu merkis til að taka hljóð af útvarpinu
og tengdu stillingatengið „Hljóð af“ við viðeigandi innstungu
(Mute1, Mute2 eða Mute3). Að sjálfgefnu er tengið tengt við
ISO-tengi A2 (Mute2). Ef bílútvarpið styður ekki þessa aðgerð
skaltu hafa tengið ótengt.
Tengdu tvö karlkyns ISO-tengi við bílútvarpið.
2. Tengdu hátalara- og rafmangstengi ISO-snúrunnar við viðeigandi
tengi á tengikassanum.
3. Tengdu skjáinn við viðeigandi tengi á tengikassanum.
Valfrjáls atriði:
• Tengdu samhæfa hleðslusnúru (svo sem Nokia CA-134) við
tengikassann til að hlaða samhæfan farsíma með bílbúnaðinum.
• Til að nota ytri hljóðnema (svo sem Nokia MP-2) í stað þess
innbyggða skaltu tengja hljóðnemann við viðeigandi tengi
á tengikassanum og breyta stillingum fyrir hljóðnema
(sjá „Uppsetningarstillingar“, á bls. 42). Í miklum hávaða gæti
þurft að nota ytri hljóðnema.

U p p s e t n i n g
39