■ Uppsetning bílbúnaðar í bifreið
Í þessum hluta er því lýst hvernig setja á upp hluta bílbúnaðarins
í bifreið. Hlutunum er lýst í „Hlutar“, á bls. 10.
Þegar hlutir bílbúnaðarins eru settir upp skal ganga úr skugga um að
enginn þeirra hafi áhrif á stýris- eða bremsubúnað bílsins eða önnur
kerfi hans (t.d. loftpúða). Notaðu ekki skrúfur til að festa skjáinn ef hann
situr þar sem höfuð getur rekist í. Notaðu límið í staðinn.
Uppsetning bílbúnaðarins gæti valdið því að slökkt sé á aðvörunum
eða viðvörunartónum í bílnum (s.s. bakkviðvörunartónum eða
ljósaviðvörunum). Frekari upplýsingar má fá hjá framleiðanda bílsins
eða umboðsmönnum hans.
Dæmi um rétta uppsetningu, þar sem fjarstýringin er fest við stjórnborið,
með ytri hljóðnema. Ytri hljóðneminn er aðeins nauðsynlegur
í miklum hávaða.