CU-13R fjarstýring
Fjarstýringin skal sett þar sem hún er innan seilingar frá notandanum.
Ekki koma fjarstýringunni fyrir þar sem höfuð getur rekist í við árekstur.
Þegar fjarstýringin er sett upp skal ganga úr skugga um að hún hafi
ekki áhrif á stýris- eða bremsubúnað bílsins eða önnur kerfi hans
(t.d. loftpúða).
U p p s e t n i n g
32
Hægt er að tengja fjarstýringuna við stýrið eða festa hana á mælaborðið
eða borðið milli ökumannsins og framsætis.
Festing með límbandi sem fylgir með á mælaborði eða
hliðarborði
1. Settu festipúðana á sinn stað í bílnum: fjarlægðu varnarfilmuna af
stærri púðanum og ýttu honum á sinn stað.
Þegar varnarfilmunni er flett af þarf að passa snerta ekki límið með
fingrunum. Gakktu úr skugga um að flöturinn sem á að festa púðann
við sé þurr og laus við óhreinindi og ryk.
2. Flettu varnarfilmunni af minni púðanum og tengdu hann við neðsta
hluta fjarstýringarinnar. Ekki setja hann yfir rafhlöðulok
fjarstýringarinnar.
3. Ýttu púðunum þétt hvor að öðrum og gakktu úr skugga um að
fjarstýringin sé tryggilega fest.
Fest við stýri með ól sem fylgir með
Settu fjarstýringuna innan á stýrið. Ekki festa hana í miðju stýrisins
eða utan á það.
1. Vefðu ólina utan um stýrið (ekki sýnt á mynd).
2. Til að opna gripið sem táknað er með ör skaltu toga í gripið (1) og
þræða ólina í gegnum gatið (2).
3. Dragðu ólina úr endanum til að festa hana kyrfilega (3).
4. Ýttu enda ólarinnar niður (4) og ýttu gripinu upp (5).
1
2
3
U p p s e t n i n g
33
5. Ýttu gripinu að stýrinu þar til það festist (6).
6. Ýttu fjarstýringunni inn í hölduna (7).
Fjarstýringin er losuð með því að ýta neðst á hana og ýta henni
í gegnum opið í höldunni.
Ólin er losuð með því að toga gripið af stýrinu (8).