Nokia Car Kit CK 200 - Skjár

background image

Skjár

Hægt er að tengja skjáinn við mælaborðið með því að nota
festingarplötuna sem fylgir með.

Skjárinn þarf að vera staðsettur þannig að notandi hans hafi óhindraða
sýn á hann og að auðvelt sé að snúa honum til vinstri, hægri, upp
og niður.

Þegar skjárinn er settur upp skal ganga úr skugga um að hann hafi ekki
áhrif á stýris- eða bremsubúnað bílsins eða önnur kerfi hans sem eru
notuð við akstur (t.d. loftpúða).

Gakktu úr skugga um að skjásnúran nái að tengikassanum.

4

5

6

7

8

background image

U p p s e t n i n g

34

Festu skjáinn þannig að hann sé ekki of langt frá bílstjóranum eða
í loftstreymi frá loftræstingunni til að innbyggði hljóðneminn virki
sem best. Ef það er ekki hægt skaltu nota ytri hljóðnema (fæst sér).

Tengdu festingarplötuna við mælaborðið

1. Flettu varnarfilmunni af límhluta festingarplötunnar.

2. Ýttu festingarplötunni þétt að mælaborðinu.

3. Dragðu CA-165 skjásnúru festingarplötunnar til dæmis í gegnum

loftræstingu (sjá handbók bílsins) og tengdu snúruna við viðeigandi
tengi á RX-73 tengikassanum.

Tengdu skjáinn við festingarplötuna

1. Festu skjáinn á festingarplötuna (1).

2. Stilltu skjáinn í viðeigandi stöðu (2).

3. Til að stilla halla festingarplötunnar skaltu losa skrúfu á hvorum

enda hjarar plötunnar, snúa plötunni (um 45 gráður í einu) og
herða skrúfuna.

Aftengdu skjáinn með því að renna honum upp af festingarplötunni.

1

2

background image

U p p s e t n i n g

35