Hljóðnemi
Í hávaðasömu umhverfi er hægt að nota ytri hljóðnema (fæst sér, svo
sem Nokia MP-2) í stað þess innbyggða, til að bæta hljóðgæði. Til að
nota ytri hljóðnema skaltu tengja hljóðnemann við viðeigandi tengi
á tengikassanum.
Veldu staðsetningu hljóðnemans vel til að auka gæði raddsendinga.
Besti staðurinn til að festa hljóðnemann er við baksýnisspegilinn. Festu
hljóðnemann þannig að hann snúi að munni ökumanns og sé í minnst
1 metra (3 feta) fjarlægð frá hátalara bílbúnaðarins, til að koma í veg
fyrir endurvarp.
Gakktu úr skugga um að snúra hljóðnemans nái að tengikassanum.
Hljóðneminn má ekki verða fyrir loftstreymi frá loftræstingunni. Ekki má
leggja hljóðnemasnúruna í miðstöðvar-, loftræsti- eða loftkælikerfið.
Notaðu límbandið sem er með lím á báðum hliðum og fylgir með til að
festa hljóðnemann.
Settu hljóðnematengilinn í hljóðnematengið á tengikassanum og festu
það. Snúðu svo tenglinum réttsælis.