■ Fjarstýring
1. Raddstýrð hringing / Hljóð-af takki
Ýttu á takka raddstýrðrar hringingar
til að slökkva eða kveikja á hljóði
í símtali eða til að virkja raddstýrða
hringingu í samhæfum farsíma
þegar ekkert símtal stendur yfir.
2. Skiptitakki
Ýttu á skiptitakkann til að skipta
á milli fyrsta og annars tengds tækis
þegar fjöltenging er virkjuð.
3. Navi-hjól
• Til að slá símanúmer inn eða nota hraðvalið, í biðstöðu, snýrðu
hjólinu til vinstri.
• Til að leita að tengilið á tengiliðalistanum, í biðstöðu, snýrðu
hjólinu til hægri.
• Til að stilla hljóðstyrk meðan símtal stendur yfir eða fletta
gegnum valmyndaratriði snýrðu hjólinu til vinstri eða hægri.
• Til að velja, til dæmis,
Menu
(Valmynd) í biðstöðu eða auðkenndu
stillingunni á valmyndinni ýtirðu á hjólið.
F l j ó t l e g b y r j u n
7
4. Hringitakki
• Til að hringja eða svara símtali eða skipta á milli símtals í gangi
og símtals í bið ýtirðu á hringitakkann.
• Til að opna lista yfir númer sem hringt hefur verið í ýtirðu
á hringitakkann í biðstöðu.
• Til að hringja aftur í síðasta númer sem var hringt í úr biðstöðu
ýtirðu tvisvar á hringitakkann.
5. Hætta-takki
• Ýttu á hætta-takkann til að ljúka símtalinu eða til að
hafna símtali.
• Ýttu á hætta-takkann til að eyða staf sem var sleginn inn þegar
þú slærð inn texta eða númer.
• Ýttu á hætta-takkann til að fara aftur í fyrri valmynd eða skjá.
• Haltu hætta-takkanum inni í um tvær sekúndur til að fara úr
valmyndaraðgerðum og aftur í biðstöðu.
Ábending: Ef rafhlaða fjarstýringarinnar er tóm geturðu ýtt
á rofann til að svara eða slíta símtali.
K y n n i n g
8